Home Fréttir Í fréttum Slaka tíma­bundið á kröfum fram­kvæmdar­lána

Slaka tíma­bundið á kröfum fram­kvæmdar­lána

43
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Meiri hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis hefur lagt til breytingu á lögum um fjár­mála­fyrir­tæki sem ætlað er að inn­leiða reglu­gerð CRR III í reglu­gerð ESB.

Breytingar­til­lagan er í samræmi við ákvörðun Seðla­banka Ís­lands um að veita fjár­mála­fyrir­tækjum tíma­bundna heimild til að miða við 20% lág­marks­fram­lag eigin fjár lán­taka í stað 25% þegar það kemur að fram­kvæmdar­lánum.

Í byrjun mánaðar greindi Seðla­banki Ís­lands frá því að bankinn hefði ákveðið að taka upp viðmiðunar­reglur Evrópsku banka­eftir­lits­stofnunarinnar (EBA) sam­hliða inn­leiðingu CRR III hér á landi, þó með fyrr­nefndu fráviki út árið 2027.

CRR III-reglu­verkið mun lækka áhættu­vegnar eignir (REA) ís­lensku bankanna um á annað hundrað milljarða.

Alveg frá því að reglu­verkið var kynnt var ljóst að það myndi þó hafa neikvæð áhrif á eigin­fjár­hlut­fall fram­kvæmdalána, sem myndi hafa mest áhrif til hækkunar á áhættu­vegum eignum bankanna.

Til ein­földunar þá er áhættu­grunnur reiknaður eftir áhættu­vog (%) sem ræðst m.a. af eigin­leikum útláns og lán­taka. Því hærri sem áhættu­voginn er því meiri áhætta fylgir láninu sem leiðir til meiri eigin­fjár­bindingar bankans sem eykur kostnað við lán­veitingu.

Áður en Seðla­bankinn ákvað að víkja frá kröfum um 25% eigin­fjár­fram­lag kom fram í greiningu Lands­bankans að saman­lögð útlán bankanna til byggingar­starf­semi voru 338 milljarðar í lok ágúst. Inn­leiðing CRR III mun því auka vaxta­kostnað í greininni um 3,5 til 4,5 milljarða.

Heimild: Vb.is