Home Fréttir Í fréttum Virkjunarleyfi í höfn og stefnt að því að Hvammsvirkjun fari að rísa...

Virkjunarleyfi í höfn og stefnt að því að Hvammsvirkjun fari að rísa í haust

6
0
RÚV – Kveikur

Landsvirkjun stefnir að því að eiginlegar virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist næsta haust. Virkjunarleyfi var veitt í dag sem fyrirtækið segir gefa mikilvæga samfellu í verkinu.

Umhverfis- og orkustofnun hefur gefið út endurnýjað virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og sækir Landsvirkjun nú um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélaga.

Hæstiréttur felldi úr gildi virkjunarleyfi í sumar, en Alþingi samþykkti áður breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála til að liðka fyrir framkvæmdunum. Landsvirkjun fékk virkjunarleyfi til bráðabirgða í haust, sem náði til undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar og hafa staðið síðustu mánuði. Sem dæmi er búið að reisa vinnubúðir að hluta og lagfæra veg að og innan virkjunarsvæðisins.

Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að virkjunarleyfið skipti miklu máli svo halda megi samfellu í verkinu, stórt jarðvinnuverk verður boðið út síðar í mánuðinum og fleiri útboð eru í undirbúningi á næsta ári. Stefnt er að því að hefja eiginlegar virkjunarframkvæmdir næsta haust.

Heimild: Ruv.is