
Nú er Reykjanesbraut tvöföld milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, opnuðu formlega tvöföldan vegkafla á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns í gær.

Þetta var eini kaflinn á Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ sem eftir átti að tvöfalda.
Meðaltalsumferð á Reykjanesbraut í fyrra var 21.400 bílar á dag samkvæmt Vegagerðinni.



Heimild: Ruv.is











