Home Fréttir Í fréttum Vilja kanna jarðlög milli lands og Heimaeyjar

Vilja kanna jarðlög milli lands og Heimaeyjar

4
0
Eyjagöng ehf. vilja kanna jarðlög milli Heimaeyjar og lands til undirbúnings jarðgangagerðar. FF MYND/HAG

Félagið Eyjagöng ehf. stofnað með það að markmiði að framkvæma rannsóknir af þessu tagi.

Stofnað hefur verið félagið Eyjagöng ehf. sem hefur það að markmiði að framkvæma rannsóknir á jarðlögum milli lands og Heimaeyjar. Félagið hyggst afla 200 milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu. Í forsvari fyrir félagið eru Haraldur Pálsson og Árni Sigfússon.

Í fréttatilkynningu frá Eyjagöngum ehf. segir að í fyrra hafi starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins komist að þeirri niðurstöðu að brýnt væri að ráðast í jarðrannsóknir á Heimaey og við Kross í Landeyjum vegna mögulegrar jarðgangagerðar milli lands og Eyja.

Í framhaldi af því hafi verið stofnað félag að frumkvæði einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga með það að markmiði að framkvæma rannsóknir á jarðlögum á milli lands og Heimaeyjar. Með rannsóknunum sé stefnt að því að draga verulega úr óvissu varðandi kostnað við mögulega vegtengingu.

Boranir hefjist vorið 2026

„Félagið hyggst afla 200 milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu, og liggja nú þegar fyrir hlutafjárloforð sem nema rúmum helmingi þeirrar fjárhæðar. Þá er félagið í nánu samstarfi við Vegagerðina um undirbúning verðkannana vegna fyrirhugaðra borana sem áætlað er að hefjist á vormánuðum 2026.

Áformað er að boða til kynningarfundar um miðjan janúar þar sem verkefnið verður kynnt ítarlega og landsmönnum gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlut í félaginu.“

Heimild: Vb.is