Stefnt er að því að byggja raðhús og sérhæðir við Suðurhóla í Breiðholti. Þar yrðu 42 íbúðir samkvæmt samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sem rætt var á borgarráðsfundi í gær.
Fulltrúar í öllum flokkum fögnuðu því að reisa ætti raðhús og sérhæðir.
Fulltrúar meirihlutans sögðu að vel yrði unnið með landslagið og form þess, vistgata myndi liðast milli íbúðanna og íbúar gætu mótað og stækkað íbúðirnar eftir þörfum.
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fögnuðu því að reist yrðu raðhús þar sem slíkt hefði skort í uppbyggingu undanfarið. Þeir lýstu þó áhyggjum af of miklum þéttleika og of fáum bílastæðum.
Heimild: Ruv.is












