Home Fréttir Í fréttum Eins árs skilorð og 156 milljónir í sekt

Eins árs skilorð og 156 milljónir í sekt

24
0
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Karítas

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi framkvæmdastjóra og daglegan stjórnanda félagsins Megna ehf., sem áður hét Glerborg, í eins árs skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 156 milljónir króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Maðurinn, Rúnar Árnason, og annar maður sem var daglegur stjórnandi fyrirtækisins, sem ekki er nafngreindur í dómnum, voru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á rekstrarárunum 2020 og 2021 að fjárhæð um 45 milljónir króna.

Einnig voru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda á svipuðum tíma, hvor þeirra um sig að fjárhæð um 52 milljónir króna.

Daglegi stjórnandinn sem ekki er nafngreindur var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins en varnir hans byggðu á því að hann hefði verði almennur starfsmaður Megna ehf. og starfað undir boðvaldi og á ábyrgð Rúnars.

Félagið Megna ehf., sem starfaði m.a. við framleiðslu, innflutning og sölu á hurðum og gluggum, var tekið til gjaldþrotaskipta 11. febrúar árið 2022.

Heimild: Mbl.is