Home Fréttir Í fréttum 02.12.2025 Skaga­strönd – Ásgarður og Miðgarð­ur, rafbún­aður

02.12.2025 Skaga­strönd – Ásgarður og Miðgarð­ur, rafbún­aður

10
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson

Skagastrandarhöfn óskar eftir tilboðum í verkið „Skagaströnd – Ásgarður og Miðgarður, rafbúnaður“.

Helstu verkþættir eru:

  • Ídráttur strengja og tenging rafbúnaðar.
  • Uppsetning og tenging rafbúnaðar í tenglaskápum.
  • Uppsetning og tenging aðaltöflu í rafbúnaðarhúsi.
  • Uppsetning og tenging masturs- og stigaljósa.
  • Smíði og uppsetning á töflum.
  • Rafbúnaður í töflur/tenglaskápa.
  • Tenging og uppsetning ljósa í ljósamöstur.
  • Tenging og uppsetning stigaljósa.
  • Lagningu raflagna í masturshús.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. apríl 2026.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með mánudeginum 17. nóvember 2025.

Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. desember 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.