Árið 2015 var Verkís falið að kanna tæknilega möguleika og hagkvæmni endurnýjunar vélbúnaðar í Jarðgufustöðinni og svo í framhaldinu til að skrifa útboðsgögn og var útboð á vélbúnaði auglýst í júlí 2016. Stefnt er að gangsetningu á nýjum hverfli í virkjuninni fyrir árslok 2017.
Fyrsta borholan í Bjarnarflagi var boruð árið 1963 og var upprunalega notuð við framleiðslu á holsteini hjá Léttsteypunni. Árið 1967 tók Kísiliðjan til starfa og nýtti jarðvarmann til þurrkunnar. Jarðgufustöðin í Bjarnarflagi hóf síðan starfsemi árið 1969, þá fyrsta jarðvarmavirkjun Íslands. Léttsteypan og jarðgufustöðin eru enn starfræktar en rekstri Kísiliðjunnar var hætt árið 2004.
Gufuhverfillinn í jarðgufustöðinni í Bjarnarflagi var keyptur notaður og var upphaflega settur upp í sykurverksmiðju í Bretlandi 1934. Uppsett afl er 3 MW en framleiðsla hefur dregist saman á undanförnum árum vegna slits í vélbúnaði.
Heimild: Verkís.is