Fleiri fyrirtæki starfa í byggingariðnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tölum frá Hagstofu um nýskráningar og gjaldþrot í greininni. Hins vegar fækkar nýskráningum umfram gjaldþrot á milli ára.
Fyrirtækjum fjölgar hægar í byggingariðnaði vegna færri nýskráninga
Á þriðja ársfjórðungi ársins urðu 22 fyrirtæki gjaldþrota og 130 fyrirtæki voru nýskráð. Nýskráningar umfram gjaldþrot voru því 108 á þriðja ársfjórðungi 2025 samanborið við 124 á sama tíma í fyrra.
Nýskráningum fækkar á milli ára þar sem 130 fyrirtæki í greininni voru nýskráð á þriðja ársfjórðungi 2025 miðað við 141 á sama tíma í fyrra. Fyrirtækjum fjölgar hægar í greininni vegna færri nýskráninga á milli ára.
Áfram hægist á gjaldþrotum fyrirtækja í byggingariðnaði, en á fyrstu þremur fjórðungum ársins urðu 156 fyrirtæki í greininni gjaldþrota, samanborið við 162 fyrirtæki í fyrra. Nýskráningar umfram gjaldþrot á fyrstu þremur ársfjórðungum voru því 257 samanborið við 262 á sama tíma í fyrra.

Myndirnar hér að ofan sýna nýskráningar og gjaldþrot byggingarfyrirtækja á þriðju ársfjórðungum og fyrstu þremur ársfjórðungum á tímabilinu 2008 til 2025. Frá árinu 2013 hafa nýskráningar verið fleiri en gjaldþrot sem bendir til þess að fyrirtækjum hafi fjölgað í greininni ár frá ári.
Heimild: HMS.is












