Home Fréttir Í fréttum Breytingar á komusvæði Keflavíkurflugvallar

Breytingar á komusvæði Keflavíkurflugvallar

8
0
Mynd: Kefplus.is

Umtalsverðar framkvæmdir hefjast fljótlega á komusvæði Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða svæðið þar sem svokallaður tollagangur er, en það er gangurinn sem flugvallargestir ganga við komu til landsins á leið sinni úr töskusal, og svæðið þar fyrir framan.

Breytingarnar munu hafa í för með sér tímabundið rask en markmiðið með þeim er að bæta flæði og auknum þægindum fyrir flugvallargesti.

Mynd: Kefplus.is

Þjónusta bílaleiga og rútufyrirtækja færist til og verður saman á endurhönnuðu svæði auk þess sem þægindavöruverslun á komusvæðinu stækkar.

Áætluð verklok eru á vormánuðum 2026.

Heimild: Kefplus.is