Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. Félags- og húsnæðismálaráðuneytis, kt. 521218-0610, sem hér eftir nefnist kaupandi óskar eftir leigutilboðum fyrir húsnæði undir hjúkrunarheimili á Húsavík.
Verkefnið snýr að því að byggja og fullgera hjúkrunarheimili og leigja til Ríkiseigna, sem mun áframleigja til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Óskað er eftir húsnæði fyrir 60 hjúkrunarrými og tengigang. Viðmið heilbrigðisráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila gera ráð fyrir að lágmarki 65 brúttófermetrum á hvert hjúkrunarrými. Húsnæðisþörf með sameiginlegum rýmum (tengigangi) er því um 4.012 fermetrar brúttó.
Hið leigða skal standa á lóð Auðbrekku 2 á Húsavík.
Bjóðandi mun leggja til og greiða fyrir fullnaðarhönnun húsnæðisins sem þarf til að húsið fái lögboðnar úttektir. Boðið húsnæði þarf að standast gildandi lágmarkskröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og lágmarksviðmið um byggingu og starfsemi hjúkrunarheimila, 3. útgáfu frá 2022.
Boðið húsnæði þarf jafnframt að rúmast innan heimilda deiliskipulags. Búið er að vinna jarðvinnu í grunni lóðar og er hægt að nýta þá vinnu og jarðvegspúða í framkvæmd þessa.
Ríkiseignir kt. 690981-0259 verða sem miðlægur leigutaki ríkisins leigjandi húsnæðisins samkvæmt húsaleigusamningi með þeim skilmálum sem í samningnum greinir.
Tilboð bjóðanda skal miðast við að verkið feli í sér fullnaðarfrágang utanhúss og innanhúss í samræmi við kröfulýsingu. Lóðin afhendist í því ástandi sem hún er í dag.
Allar nánari upplýsingar um er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.