Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 30.09.2025
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða í Vetrarmýri.
Á fund bæjarráðs komu Anton Felix Jónsson og Brynjólfur Bjarnason, starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka og gerðu þau grein fyrir tilboðum sem bárust frá neðangreindum lögaðilum í byggingarrétt lóða í Vetrarmýri
Framkvæmdafélagið Arnahvoll á hæsta tilboð í allar lóðir kr. 3.030.850.000
Hæsta tilboð í einstaka reiti.
Reitur 6. Arnarhvoll hf., kr. 1.500.940.000.
Reitur 7. Arnarhvoll hf, kr. 1.529.910.000 Samtals: kr. 3.030.850.000.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að hefja viðræður og leita samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll sem er hæstbjóðandi í báða byggingarreitina.