Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna lokametrana á nýjum göngustíg að Gufufossi við Seyðisfjörð

Vinna lokametrana á nýjum göngustíg að Gufufossi við Seyðisfjörð

17
0
Starfsmenn Jónsmanna komnir langleiðina að leggja góðan göngustíg alla leið að hinum vinsæla fossi. Því verki lýkur á næstu vikum. Mynd AE

Um mánaðarlöng vinna er nú eftir áður en mestu vinnunni við gerð nýs göngustígs úr Seyðisfjarðarbæ að Gufufossinum vinsæla lýkur en á þeim tíma mun malarstígurinn ná alla leið til og frá.

Það er Héraðsverk sem sér um gerð stígsins sem lengi hefur verið kallað eftir sökum þess að tignarlegur Gufufossinn er sterkt aðdráttarafl en þangað helst til illa komist fótgangandi nema með því að stika sjálfan Seyðisfjarðarveginn.

Það hafa einmitt sífellt fleiri gert hin síðari ár, með tilkomu fjölda skemmtiferðaskipa í fjörðinn, en því fylgt mikil hætta því umferð er nokkuð þung á þeim vegi að sumarlagi og vegaxlir það mjóar að fólk gengur gjarnan á miðjum vegi ef því er að skipta.

Fram á síðasta sumar var ekkert komist öðruvísi að fossinum nema fótgangandi fyrir ferðafólk af skemmtiferðaskipum, sem oftar en ekki staldrar tiltölulega stutt við og hefur ekki haft nein önnur tök á að komast að fossinum fagra. Í sumar voru í boði reglulegar rútuferðir að fossinum en þrátt fyrir það mátti reglulega sjá hópa af fólki stika hættulegan veginn. Góðu heilli, samkvæmt tölfræði frá lögreglu, hafa engin slys orðið hingað til á þessum kafla en það talið spursmál um hvenær en ekki hvort.

Mesta vinnan við þetta verk fólst í uppbyggingu og lagningu góðs malarstígs sem nú er að ljúka. En til að aðgengi sé sem allra best þarf að malbika stíginn og samkvæmt heimildum Austurfréttar er vinna við það fyrirhuguð á næsta ári.

Heimild: Austurfrett.is