Nú hefur öll botnplatan verið steypt við Oddfellowhúsið í Urriðaholti og lagnir í húsgrunni eru frágengnar. En þriðji og síðasti hluti plötunnar var steyptur s.l. föstudag.
Uppsláttur veggja í kjallara er komin vel af stað og það styttist í að forsteyptum einingum verði komið fyrir á sínum stað en þær mynda að stærstum hluta loftið í kjallaranum.

Hluti lofta verður staðsteyptur. Það er stór áfangi þegar botnplatan er komin og á myndunum er einmitt verið að slípa nýsteypta plötuna.
Á næstu vikum verður veggjasteypu í kjallara haldið áfram, loftaplötur hífðar á sinn stað og farið verður í að fylla að útveggjum.
Heimild: Oddfellow