Home Fréttir Í fréttum Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla

Seltjarnarnesbær byggir nýjan leikskóla

35
0
Andrúm arkitektar

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýverið tilboð í byggingu á Undrabrekku, nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi.  En fyrsta skóflustungan verður tekin þann 12 september nk.

Hönnunarsamkeppni um byggingu nýs leikskóla var haldin árið 2018 sem að Andrúm arkitektar unnu og var vinningstillagan svo þróuð áfram. Húsið sem til stendur að byggja verður um 1700 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum og kemur það til með að tengjast núverandi leikskólabyggingu með tengigangi.

Andrúm arkitektar

Útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd 1 fór fram nú í sumar og bárust fjölmörg tilboð í framkvæmdina. Að undangenginni áreiðanleikakönnun var tilboði verktakafyrirtækisins Aðalvík tekið en auk þess að vera með lægsta tilboðið hefur Aðalvík góða reynslu af byggingu leikskóla.

Aðalvík mun hefja framkvæmdir sem allra fyrst og mun bygging hússins taka um 2 ár en stefnt er að verklokum sumarið 2027.

Heimild: Facebooksíða Seltjarnarnesbæjar