
Dómsmálaráðuneytið tekur formlega við nýjum skrifstofum í Skúlagötu 4, Sjávarútvegshúsinu svonefnda, á fimmtudag. Starfsemin verður flutt þangað í dag og á morgun.
Á meðan verða skrifstofur ráðuneytisins í Borgartúni lokaðar en símsvörum með eðlilegu móti, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Unnið hefur verið lengi að breytingum og endurnýjun á Sjávarútvegshúsinu, sem á að hýsa fimm ráðuneyti.
Húsið var byggt 1961 samkvæmt teikningu Halldórs H. Jónssonar arkitekts fyrir fiskrannsóknir Háskóla Íslands. Ríkisútvarpið var á tveimur efstu hæðum hússins um árabil og einnig skrifstofur Sjávarútvegsráðuneytisins.
Heimild: Ruv.is