Úr fundargerð Bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar þann 28.08.2028
Niðurstöður útboðs nýs leikskóla
Bæjarstjóri leggur fram niðurstöður úr útboði á byggingu nýs leikskóla. Aðalvík ehf. átti lægsta tilboð í verkið eða fyrir 87,2% af kostnaðaráætlun.
Lægstbjóðandi, Aðalvík ehf. hefur skilað tilskildum gögnum sem staðfesta það að hann stenst kröfur útboðsgagna um tæknilegt og fjárhagslegt hæfi.
Bæjarstjóri leggur til að tilboði Aðalvíkur ehf. í verkið verði tekið og að honum verði veitt umboð til að ganga til samningsgerðar á grundvelli tilboðsins.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Aðalvíkur ehf. og veitir bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Aðalvík ehf.