Utanríkisráðuneytið, varnarmálaskrifstofa og Landhelgisgæslan, varnarmálasvið vekur athygli á að birgðarstofnun bandaríska sjóhersins hyggst bjóða út viðhald fjarskiptastöðvar bandaríska sjóhersins í Grindavík.
Finna má útboðið á útboðsvef bandaríska ríkisins, sam.gov, undir númerinu N00118925R0037 eða heitinu “Naval Radio Transmitter Facility (NRTF) Support Services”.
Gerð er krafa um að fyrirtækin sem bjóða í verkið séu skráð í íslenska fyrirtækjaskrá og skilyrði eru fyrir óbreytanlegum fimm ára samningi.
Útboði lýkur þann 11. September n.k. kl 14:00. Tilboð eru opnuð samdægurs.
Frekari upplýsingar gefur Samantha Miller í tölvupósti á Samantha.a.miller77.civ@us.navy.mil