Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Terra Einingar reisa skólabyggingu við Sjálandsskóla í Garðabæ úr húseiningum

Terra Einingar reisa skólabyggingu við Sjálandsskóla í Garðabæ úr húseiningum

28
0
Mynd: Terra Einingar

Unnið er við viðbætur við Sjálandsskóla í Garðabæ þessa dagana,  en skólabyggingin saman stendur af tuttugu sérhönnuðum húseiningum.

Terra Einingar

Einingunum er raðað saman í rými sem hentar frábærlega undir skólastarfsemi en þær koma í mismunandi stærðum:

  • 7.5 x 3 x 3,33 m
  • 10 x 3 x 3,33 m
  • 11 x 3 x 3,33 m
Terra Einingar

Lofthæð húseininganna er 3.3 metrar og innri lofthæðin er 2.8 m. Einangrunargildin eru 220/160/160 mm (þak, veggir, golf).

Sérhannaðar húseiningar eru framleiddar innanhúss við bestu mögulegu skilyrði hverju sinni, með áherslu á fullnægjandi orkunýtingu (GEG) og sjálfbærni.

Terra Einingar

Kostir húseininga skv.Terra Einingum eru eftirfarandi :

1. Minnka byggingarkostnað.

2. Styttir framkvæmdartíma.

3. Aukin sjálfbærni og auðvelt að endurnýta byggingarnar og færa þær til – Sveigjanlegar lausnir.

4. Húseiningarnar þola vel íslenskt veðurfar.

5. Viðhaldskostnaður mun ódýrari en hefðbundnar byggingar.

Smákranar ehf. unnu saman með Terra Einingum í þessu verkefni.

 

Heimild: Terra Einingar