Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Breyting á hóteli kostaði 9 milljarða

Breyting á hóteli kostaði 9 milljarða

43
0
„Lobbíið“ á Sögu eftir breytingar og hægt að horfa upp í gamla Súlnasalinn, þar sem áður var dansað. mbl.is /Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir Há­skóla Íslands (HÍ) og Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta (FS) á gömlu Hót­el Sögu eru á loka­stigi. Verkið var skipu­lagt þannig að byrjað var á efri hæðum og unnið niður og eru kennslu­stof­ur á neðri hæðum.

Krist­inn Jó­hann­es­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og tækni­mála hjá Há­skól­an­um, seg­ir stefnt á að klára kennslu­stof­urn­ar á neðri hæðinni í næsta mánuði eft­ir út­tekt Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins.

Skýr rök fyr­ir kaup­un­um

Há­skól­inn og Fé­lags­stofn­un stúd­enta keyptu Hót­el Sögu af Bænda­sam­tök­un­um á 3,6 millj­arða króna í upp­hafi árs 2022 und­ir starf­semi sína. Áætlaður kostnaður við breyt­ing­ar á hús­næðinu er rúm­ir 9 millj­arðar og því gæti heild­ar­kostnaður orðið um 12,7 millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is