Home Fréttir Í fréttum Fyrirtækið sem bauð lægst í viðhald gatna og stíga á Akranesi hætti...

Fyrirtækið sem bauð lægst í viðhald gatna og stíga á Akranesi hætti við

124
0
Mynd: Skagafrettir.is

Eins og áður hefur komið fram bárust sex tilboð í viðhald gatna og stíga á árinu 2025 hjá Akraneskaupstað. Ekki kemur fram í hvaða verkefni verður ráðist í framhaldinu.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rétt rúmlega 179,5 milljónir kr.

Fimm af þessum sex tilboðum voru undir kostnaðaráætlun.

Keilir ehf bauð lægst eða rétt tæplega 135 milljónir kr. sem er um 25% undir kostnaðaráætlun.

Á fundi Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar þann 14. júlí kom fram að Keilir hafi sagt sig frá verkefninu.

Ráðið hefur falið sviðsstjóra að ganga til samninga við Þrótt ehf sem var með næst lægsta tilboðið.

Eftirfarandi tilboð bárust:

(Keilir ehf – 681294-4659: 134.735.000 kr.)

  • Þróttur ehf – 420369-3879: 156.258.900 kr.
  • Emkan ehf – 481002-2140: 159.600.000 kr.
  • Gleipnir Verktakar – 691208-0950: 167.000.000 kr.
  • Fagurverk – 650116-0460: 172.995.000 kr.
  • Lóðaþjónustan – 640502-2580: 209.277.000 kr.

Heimild: Skagafrettir.is