
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu með byggingarfélaginu Reir verk, eiganda að lóð við Birkimel 1, um að þar rísi stúdentagarðar.
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu með byggingarfélaginu Reir verk, eiganda lóðarinnar að Birkimel 1 í Reykjavík, um að þar rísi stúdentagarðar. Ásamt þessu var lýst yfir vilja til þess að starfsemi á jarðhæð miði að þörfum háskólasamfélagsins.
Á lóðinni er bensínstöð en rekstri hennar verður hætt í samræmi við stefnu borgarinnar um að bensínstöðvar víki fyrir íbúabyggð. Áður hafði verið áformað að reisa 42 íbúða, fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að Stúdentaráð hafi þegar borið viljayfirlýsinguna undir Félagsstofnun stúdenta og hvatt stofnunina til að kaupa þær fasteignir sem verða byggðar á lóðinni og reisi stúdentagarða ef samstarfið gengur eftir.
Heimild: Ruv.is