Home Fréttir Í fréttum Almenningur ræður ekki við verð íbúða

Almenningur ræður ekki við verð íbúða

20
0
Stjórnmálamenn herða reglur og reglugerðir á kostnað almennings. mbl.is/Árni Sæberg

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Fjöldi óseldra ný­bygg­inga á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ekki verið meiri frá ár­inu 2018. Sam­kvæmt töl­um Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) voru í byrj­un júlí um 1.400 íbúðir til sölu. Þótt eitt­hvað hafi selst á síðustu vik­um stend­ur eft­ir veru­leg­ur lag­er af ný­bygg­ing­um sem veld­ur bygg­ing­araðilum ef­laust mikl­um áhyggj­um, svo ekki sé talað um auk­inn fjár­magns­kostnað.

Ólaf­ur Finn­boga­son, fast­eigna­sali hjá Miklu­borg, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að lausn­in sé ein­föld: rétt verðlagn­ing. Nokkr­ir verk­tak­ar hafa þegar brugðist við með lækk­un á ásettu verði til að hraða söl­unni. „Það er ein­fald­lega kostnaðarsamt að halda dýr­um eign­um á lag­er og greiða af þeim vexti mánuð eft­ir mánuð,“ seg­ir Ólaf­ur.

„Það borg­ar sig frek­ar að lækka verðið og losa eign­ina.“ Ef­laust má segja að þetta sé nokkuð aug­ljós staðreynd en ástandið á lána­markaði hef­ur flækt stöðuna enn frek­ar. Allt að 80% um­sókna um fast­eignalán stand­ast ekki greiðslu­mat sam­kvæmt HMS, sem úti­lok­ar stór­an hluta al­mennra kaup­enda frá markaðnum.

Heimild: Mbl.is