Húsfélag Stjórnsýsluhúss Ísafjarðar (kt. 530787-2659) óskar eftir tilboðum í endurnýjun brunaviðvörunarkerfis og loftræstikerfis í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Auglýsingin er birt af Ísafjarðarbæ fyrir hönd húsfélags Stjórnsýsluhúss Ísafjarðar, sem er verkkaupi. Verkís annast framkvæmd útboðsins og gegnir hlutverki útboðshaldara fyrir hönd húsfélagsins
Helstu verkþættir eru:
- Endurnýja brunakerfi í öllu húsinu auk þess að endurnýja kerfisloft á skrifstofum Ísafjarðarbæjar á 2. og 4. hæð og skrifstofu VÍS.
- Jafnframt skal endurnýja lýsingu í þeim rýmum.
Helstu stærðir eru:
- Kerfisloft – 900 m²
- Lampar – 360 stk
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. maí 2026.
Útboðsgögn verða einungis veitt á rafrænu formi. Beiðnir um afhendingu gagna, sem og fyrirspurnir vegna útboðsins, skulu berast á netfangið jbh@verkis.is
Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 13:00 mánudaginn 21. júlí 2025.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Verkís í Stjórnsýsluhúsinu, 3. hæð, 11. ágúst 2025 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.