Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Mikil óvissa ríkir um framtíð hússins

Mikil óvissa ríkir um framtíð hússins

51
0
Sigurður Magnússon lét reisa húsið veturinn 1919-1920 og fékk Guðjón Samúelsson til að teikna það. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir standa nú í stað við hinn sögu­fræga yf­ir­lækn­is­bú­stað á Víf­ils­stöðum. Minja­vernd hóf viðgerðir á hús­inu að beiðni Fram­kvæmda­sýslu rík­is­eigna síðla árs 2021.

Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ir var um 120 millj­ón­ir króna en að sögn Þor­steins Bergs­son­ar fram­kvæmda­stjóra Minja­vernd­ar skort­ir nú fjár­magn til að halda fram­kvæmd­un­um áfram.

„Þetta er magnað hús, það var eitt vandaðasta ein­býl­is­hús á land­inu þegar það var byggt á sín­um tíma,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Um er að ræða reisu­legt stein­hús sem byggt var vet­ur­inn 1919-1920 eft­ir teikn­ing­um hins kunna húsa­meist­ara Guðjóns Samú­els­son­ar en hann er meðal ann­ars þekkt­ur fyr­ir að teikna hús á borð við Hall­gríms­kirkju og aðal­bygg­ingu Há­skóla Íslands. Húsið stend­ur steinsnar aust­an við Víf­ilsstaðasp­ítala og var á sín­um tíma heim­ili yf­ir­lækn­is spít­al­ans.

Fyrsti yf­ir­lækn­ir spít­al­ans, Sig­urður Magnús­son, lét reisa húsið eft­ir að hann gaf eft­ir íbúð sína til að geta opnað sér­staka deild fyr­ir börn. Hann fékk Guðjón til að teikna húsið, en hann hafði þá ný­lokið námi í húsa­gerðarlist í Dan­mörku.

Heimild: Mbl.is