Home Fréttir Í fréttum Stækkun flugvallarins í Nuuk mögulega vanhugsuð

Stækkun flugvallarins í Nuuk mögulega vanhugsuð

43
0
Air Greenland er stærsta flugfélag Grænlands. mbl.is

Flugárið 2025 hef­ur væg­ast sagt verið strembið fyr­ir Air Green­land, stærsta flug­fé­lag Græn­lands og jafn­framt það eina sem býður upp á milli­landa­flug.

Flug­ferðum til Græn­lands hef­ur ít­rekað verið frestað eða af­lýst og jafn­vel eru dæmi um flug­vél­ar sem snúa þurfti við þegar komið var á áfangastað.

Ný flug­braut var opnuð á flug­vell­in­um í Nuuk í fyrra með það að mark­miði að geta lent stærri þotum með fleiri farþegum. Ein­hverj­ir sér­fræðing­ar höfðu varað við því að skil­yrði á svæðinu byðu ein­fald­lega ekki upp á lend­ing­ar hjá svo stór­um þotum.

Braut­in var opnuð þrátt fyr­ir aðvar­an­ir þess­ara sér­fræðinga og nú gætu Græn­lend­ing­ar þurft að gjalda fyr­ir það.

Inga Dora Markus­sen, sam­skipta­stjóri Air Green­land, seg­ir þó að flug­braut­in sé nógu góð til lend­inga en að veðrið í ár hafi verið ólíkt því sem áður hef­ur sést og þess vegna gangi svo brös­ug­lega að lenda vél­um í Nuuk.

„Það er eitt­hvað í veðrinu sem ger­ir það að verk­um að storm­ar sem koma úr suðri eru mun al­geng­ari í ár en þeir hafa verið,” seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is.

Eru með einn stöðug­asta flug­völl heims

Flug­fé­lagið hef­ur tekið upp á því að nota gaml­an herflug­völl í Kan­gerlussu­aq sem vara­flug­völl þegar lend­ing í Nuuk er ómögu­leg. Inga seg­ir aðstæður í Kan­gerlussu­aq vera mun betri en í Nuuk og seg­ir hann vera einn stöðug­asta flug­völl í heimi. Þrátt fyr­ir það eru flest­ir farþegar sem koma til Græn­lands á leið til Nuuk svo skyn­sam­legra er að hafa flug­völl­inn þar að sögn Ingu.

„Þetta er svo­lítið eins og að hafa alþjóðarflug­völl Íslend­inga á Ak­ur­eyri, en svo vilja all­ir fara til Reykja­vík­ur,” seg­ir hún.

Kan­gerlussu­aq. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Inga seg­ir veðrið hafa leikið flug­fé­lagið grátt og að kostnaður­inn sé bú­inn að vera gríðarleg­ur. Oft hef­ur fé­lagið þurft að greiða fyr­ir gist­ingu, mat og annað til­fallandi fyr­ir farþega sem hafa þurft að lenda ann­ars staðar sök­um veðurs.

Segja stækk­un­ina van­hugsaða

Græn­lensk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað mikið um málið og spurn­ing­ar hafa vaknað meðal íbúa um það hvort staðsetn­ing vall­ar­ins hafi verið van­hugsuð. Arki­tekt­ar og flug­menn vöruðu sum­ir hverj­ir við verk­efn­inu fyr­ir fram og bentu á að aðrar mögu­leg­ar staðsetn­ing­ar hefðu boðið upp á betri veðurfars­leg skil­yrði.

Rætt hef­ur verið hvort fjár­fest­ing sem nam tug­um millj­arða ís­lenskra króna hafi verið of áhættu­söm, miðað við aðgengi og reglu­festu í flug­um­ferð. Að því er fram kem­ur í  græn­lensk­um fjöl­miðlum hljóðaði kostnaður við fram­kvæmd­ina upp á rúm­lega 37 millj­arða ís­lenskra króna.

Inga Dora seg­ir fram­kvæmd­ina ekki hafa verið van­hugsaða. mbl.is

Inga und­ir­strik­ar að hún telji fram­kvæmd­ina ekki hafa verið van­hugsaða og kenn­ir breytt­um og óþekkt­um veður­skil­yrðum um.

Heimild:Mbl.is