Home Fréttir Í fréttum Þrír milljarðar í endurbætur vega og framkvæmdir að komast á fullt

Þrír milljarðar í endurbætur vega og framkvæmdir að komast á fullt

42
0
Forstjóri Vegagerðarinnar segir að eftir aukafjárveitinguna hafi útboð viðhaldsverkefna farið af stað. – Tómas Freyr Kristjánsson

Nærri helmingur vega á landinu eru í slæmu eða mjög slæmu ástandi samkvæmt ástandsgreiningu í nýsamþykktum fjáraukalögum. Þremur milljörðum verður varið í endurbætur og viðhald vega.

Nærri helmingur vega á landinu er í slæmu eða mjög slæmu ástandi samkvæmt ástandsgreiningu í nýsamþykktum fjáraukalögum.

Þrír milljarðar verða settir aukalega í framkvæmdir en Vegagerðin telur að brýnasta viðhaldsþörfin sé á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi.

Vegagerðin var búin að undirbúa verkefnin áður en fjáraukalögin voru samþykkt og forstjóri Vegagerðarinnar segir að nú geti framkvæmdir farið á fullt.

Innviðaráðherra segir viðhaldsskuld vegakerfisins vera gríðarlega og að aukafjárveitingin jafngildi 25% aukningu miðað við meðalframlög til samgöngumála síðustu ára.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Kristinn Þeyr Magnússon

Útboðin streyma út hjá Vegagerðinni

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að frá samþykkt aukafjárveitingarinnar á Alþingi í gær sé búið að gefa út mikið af útboðsheimildum.

„Útboðin streyma út í styrkingarverkefnin. Og við erum í okkar slitlagaverkefnum, höfum við talsvert svigrúm til aukningar og það er búið að undirbúa það allt saman.“

Bergþóra segir aukið fjármagn mikilvægt til að viðhalda samgöngukerfinu. Tuttugu milljarða þurfi árlega til að halda kerfinu við.

„Þannig við erum ekki komin þangað en þetta er virkilega góð viðbót og menn munu sjá mun, það er alveg ljóst, þeir sem fylgjast með þessu.“

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ályktaði um ástand þjóðvega sveitarfélagsins á fundi sínum um helgina. Í fundargerð kemur meðal annars fram að ástand veganna hafi aldrei verið eins slæmt. Vegfarendur hafi orðið fyrir tjóni og umferðaröryggi sé ógnað.

Bæjarráð óttast að slíkt ástand geti skapast aftur.

Eyjólfur Ármansson, innviðaráðherra.
Karl Sigtryggsson

Sérstök áhersla á Vesturland, Vestfirði og Suðurland

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, segir brýnustu viðhaldsþörfina á Vestur- og Suðurlandi.

Með þessari fjárveitingu, það er þrír milljarðarnir, verður skipt í tvo meginflokka. Annars vegar styrkingu á burðarlagi vega og hins vegar í endurnýjun slitlaga.“

Auk þess verður farið sérstaklega í malbikun á þekktum blæðingarköflum. Eyjólfur segir að ekki hefði verið hægt að fara í þessar framkvæmdir án aukafjárveitingarinnar.

Eyjólfur segir nauðsynlegt að vinna upp viðhaldsskuld vegakerfisins.

„Og við erum að reyna að vinna þetta upp og ætlum okkur að gera það. Forgangsröðunin er í höndum Vegagerðarinnar og byggir á faglegu mati á ástandi vega, umferðarálagi og öryggisviðmiðum.“

Á Norðurlandi verða teknir fyrir kaflar á hringveginum, til dæmis í Ljósavatnsskarði en þar er umferðarþungi mikill og slysatíðni há. Auk þess verður ráðist í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal.

Loks verður farið í malbikun á nokkrum þekktum blæðingaköflum, svo sem í Bakkaselsbrekku í Öxnadal.

Loks verður farið í malbikun á nokkrum þekktum blæðingarköflum, svo sem í Bakkaselsbrekku í Öxnadal.

Á Austurlandi verður einnig ráðist í mikilvægar endurbætur á hringveginum.

„Það er gríðarleg þörf alls staðar þannig að hérna þetta verður nýtt um allt land,“ segir Bergþóra.

Heimild: Ruv.is