Home Fréttir Í fréttum Lítið hrifinn af byggingunni

Lítið hrifinn af byggingunni

40
0
Hér má sjá nýlega viðbyggingu við Perluna en húsnæðið verður nýtt undir nýja eldgosasýningu. Húsnæðið er hugsað sem tímabundin lausn. mbl.is/sisi

Ingi­mund­ur Sveins­son, arki­tekt og maður­inn sem teiknaði Perluna, eitt af helstu kenni­leit­um Reykja­vík­ur, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann hefði kosið að ný­legri viðbygg­ingu sem hef­ur verið reist við Perluna hefði verið sleppt.

Hann hafði fengið veður af bygg­ing­unni frá for­svars­mönn­um Perlunn­ar áður en hún reis þó svo að hann hafi ekki gert sér ferð á staðinn og skoðað hana í ná­vígi. Ingi­mund­ur hef­ur þó séð bygg­ing­una úr fjar­lægð.

„Ég er nú ekki hrif­inn af þessu en mér skilst að þetta sé nauðsyn­legt fyr­ir rekst­ur­inn,“ seg­ir Ingi­mund­ur.

Heimild: Mbl.is