Home Fréttir Í fréttum Metfjöldi nýrra lóða skráður í júní 2025

Metfjöldi nýrra lóða skráður í júní 2025

36
0
Mynd: HMS.is
  • Tæplega 280 nýjar lóðir voru skráðar í fasteignaskrá í júní 2025 og er það metmánuður frá því HMS hóf mánaðarlegar talningar í janúar 2024
  • Flestar skráningar voru í Kópavogi
  • Mikil uppbygging er í Hrunamannahreppi og Hveragerði

Alls voru 278 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í júnímánuði 2025 og fjölgar þeim um rúmlega tvö hundruð á milli mánaða. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 178 talsins. Auk þess voru skráðar 27 sumarhúsalóðir og 20 atvinnuhúsalóðir. Aðrar tegundir lóða voru fimmtíu og þrjár talsins.

Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Líkt og myndin sýnir hafa ekki fleiri lóðir verið skráðar í einum mánuði frá því að HMS hóf mánaðarlega talningu í ársbyrjun 2024.

Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 52 talsins í júní, en líklegt er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.

Skjáskot af HMS.is

Flest­­ar lóð­­ir stað­­fest­­ar í Kópa­vogi

Flestar lóðir voru skráðar í Kópavogi, þar sem 95 lóðir bættust við, þar af voru 93 fyrir íbúðarhús. Í Hrunamannahreppi voru skráðar 34 nýjar lóðir, þar af 28 fyrir íbúðarhús og í Hveragerði voru skráðar 30 nýjar lóðir, allar fyrir íbúðarhús.

Þessi þrjú sveitarfélög voru því áberandi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í mánuðinum og með alls 151 lóð undir íbúðarhúsnæði af þeim 178 íbúðarhúsnæðislóðum sem staðfestar voru í fasteignaskrá HMS í nýliðnum júnímánuði.

Heimild: HMS.is