26.7.2016
Tilboð opnuð á síðari opnunarfundi þar sem lesin voruupp nöfn hæfra bjóðenda úr hæfisvali og tilboðsupphæð af tilboðseyðublöðum. For- og verkhönnun fyrir breikkun Hringvegar (1), frá Kambarótum að vegamótum Hringvegar og Biskupstungnabrautar, um 12 km. Á vegkaflanum skal hanna átta steyptar brýr og undirgöng, fimm bárustálsundirgöng, þar af ein ætluð til aksturs. Að lokum skal hanna tvenn tvöföld hringtorg, tvenn hliðfærð T-vegamót og hliðarvegi, göngu- og hjólreiðastíga, samtals um 9 km.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Forhönnun skal lokið fyrir 9. janúar 2017
Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 30. mars 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
VSÓ ráðgjöf ehf., Reykjavík | 243.341.692 | 131,5 | 161.462 |
Áætlaður verktakakostnaður | 185.100.000 | 100,0 | 103.220 |
Verkís hf., Reykjavík | 156.147.196 | 84,4 | 74.268 |
Hnit hf. verkfræðistofa, Reykjavík | 118.798.320 | 64,2 | 36.919 |
Efla hf., Reykjavík | 89.726.959 | 48,5 | 7.847 |
Mannvit verkfræðistofa, Reykjavík | 81.879.553 | 44,2 | 0 |