Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar ganga mjög vel og eru í samræmi við áætlanir. Steypuvinnu við botnplötu á annarri hæð er nú lokið og vinna við burðarvirkið er í fullum gangi. Undirbúningur ytra byrðis byggingarinnar er hafinn, og það styttist í að steypuvinnu ljúki.
„Innan dyra er unnið að fráveitu-, raf- og loftræsilögnum, auk þess sem framkvæmdir standa yfir í kjallara bæði nýbyggingarinnar og eldri húshlutans.
Samstarfið við starfsfólk Grensásdeildar hefur gengið mjög vel, sem tryggir öryggi og skilvirkni í framkvæmd. Verkefnið er á góðri leið án teljandi tafa, og stefnt er að því að ljúka framkvæmdum haustið 2026,“segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is