Félagsbústaðir hf, kt 510497-2799 óskar eftir tilboðum vegna viðhalds framkvæmda á Vesturhlið utanhúss á Yrsufelli 5-15, Reykjavík.
Húsið er fjórar hæðir um 4.214 m2 skv. fasteignaskrá og samanstendur af 60 eignahlutum.
Húsið er byggt árið 1971-1973 og veg+gir eru staðsteyptir og einangraðir að innanverðu.
Útveggir eru klæddir með 6 mm Trepsa-Se plötuklæðningu. Gluggar og hurðir eru úr timbri.
Verkefnið felst í að rifum og förgun á plötuklæðningu á vesturhlið. Múrviðgerðir á veggjum, nýtt klæðningarkerfi sett á veggi og ný klæðning. Útskipi allra glugga á Vesturhlið.
Útboðsgögn eru afhent í gegnum útboðsvef Félagsbústaða á vefslóðinni
https://felagsbustadir.ajoursystem.is/ . Bjóðendur stofna aðgang sinn á vefnum einu sinni. Eftir það er sá aðgangur notaður til að hala niður útboðsgögnum, leggja inn fyrirspurnir, skoða svör verkkaupa og viðbætur við útboðsgögnin og að lokum að skila inn undirrituðu útfylltu tilboði með fylgiskjölum í rafrænum skrám eins og nánar er lýst í útboðs- og samningsskilmálum þessum.
Verkið skal unnið á tímabilinu 1. júní 2025 þar til 20. desember 2025
Útboðsgögn afhent: | 09.05.2025 kl. 15:00 |
Skilafrestur | 23.05.2025 kl. 11:00 |
Opnun tilboða: | 23.05.2025 kl. 11:30 |