Home Fréttir Í fréttum Milljarðar vegna vegabóta

Milljarðar vegna vegabóta

39
0
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum að horfa á tvær lang­stærstu vega­fram­kvæmd­irn­ar í Íslands­sög­unni sem malla áfram án þess að nokk­ur umræða sé tek­in um aug­ljósa galla og fólk virðist ekki vita hvað er hér á ferðinni,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ein ástæðan fyr­ir því að borg­ar­lín­an verður gríðarlega dýr er sú að ætl­un­in er að koma með nýja vagna sem hver og einn er á þyngd við full­lestaðan steypu­bíl, en veg­irn­ir á höfuðborg­ar­svæðinu eru ekki gerðir fyr­ir slík öku­tæki og þess vegna þarf að grafa þá flesta upp og leggja nýtt burðarlag,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Hann seg­ir aug­ljóst að þær fram­kvæmd­ir muni kosta millj­arða ef ekki tugi millj­arða króna og í þokka­bót muni þeim fylgja gríðarleg­ar um­ferðartaf­ir á þeim leiðum sem um ræðir, en það eru um­ferðarþyngstu sam­gönguæðar höfuðborg­ar­svæðis­ins. Einnig muni taf­irn­ar ein­ar og sér kosta sam­fé­lagið gríðarlega fjár­muni.

„Í ann­an stað ætla Betri sam­göng­ur að ráðast í fram­kvæmd­ir á Suður­lands­braut, án þess að gera nein­ar vega­bæt­ur á öðrum leiðum, þannig að hægt verði að kom­ast greiðlega á milli aust­ur- og vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar,“ seg­ir hann og bend­ir á að sú fram­kvæmd sem skyn­sam­leg­ast sé að ráðast í til að bregðast við þessu sé aft­ast í fram­kvæmda­áætl­un og vís­ar hann þar til Miklu­braut­ar­ganga sem séu á dag­skrá 2040, ásamt göng­um sem liggja munu til suðurs frá þeim.

Hann seg­ir einnig að þegar ákveðið hafi verið að byggja nýj­an Land­spít­ala á nú­ver­andi stað hafi for­send­an verið sú að um­ferðarrýmd yrði bætt og unnt að kom­ast fljótt að og frá spít­al­an­um.

„Það er ekki verið að gera það, sem mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Í ofanálag er með ólík­ind­um að tvö stærstu sam­göngu­verk­efn­in skuli ekki tala sam­an,“ seg­ir hann og vís­ar þar til verk­efna Sam­göngusátt­mál­ans ann­ars veg­ar og hins veg­ar til Sunda­braut­ar. Um­ferðarrýmd muni ekki vera næg til að taka við um­ferð um Sunda­braut þegar komið verður til lands vest­an Elliðavogs.

„Þessi mál halda áfram án umræðu og að óbreyttu mun þetta hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Hann nefn­ir að miklu skipti að læra af reynsl­unni og minn­ir á að nú sé verið að ganga frá upp­gjöri Íbúðalána­sjóðs sem kosta muni skatt­greiðend­ur hundruð millj­arða króna. Þar hafi verið haldið áfram eft­ir­lits­laust og mis­tök gerð sem falli á skatt­greiðend­ur.

Heimild: Mbl.is