
Söfnun fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins hefur gengið vonum framar og veitt starfsfólki vonarneista um samtakamátt þjóðarinnar.
„Söfnunin hefur sýnt fram á samtakamátt sem er svo sterkur fyrir okkur sem erum að vinna í þessum bransa, og fyrir konurnar og börnin, að finna samfélagið sameinast á bak við okkur og finna að þetta er málefni sem allir eru tilbúnir að leggja lið, en við finnum líka að við þurfum að halda áfram, þetta er ekki bara komið,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Heimild: Mbl.is