Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Gaflinn tekinn úr húsinu

Gaflinn tekinn úr húsinu

19
0
Veggir Kaffivagnsins í verra standi en upphaflega var talið. mbl.is/Árni Sæberg

Kaffi­vagn­inn, elsti veit­ingastaður Reykja­vík­ur, hef­ur verið lokaður vegna fram­kvæmda síðan í upp­hafi mánaðar. Fram­kvæmd­irn­ar eru þó um­tals­vert meiri en bú­ist var við í fyrstu, og nú hef­ur vegg­ur­inn þar sem eld­húsið var verið rif­inn.

„Vegg­irn­ir voru ónýt­ir sem og plat­an und­ir gólf­inu, við gát­um ekki annað gert en að rífa af gólfið og end­ur­byggja vegg­ina,“ seg­ir Axel Óskars­son, veit­ingamaður á Kaffi­vagn­in­um, í sam­tali við blaðið. Að sögn Ax­els var ekki vitað fyrr en fram­kvæmd­ir voru hafn­ar að skipta þyrfti um vegg­ina.

Axel seg­ir þó fram­kvæmd­ir ganga vel og að stefnt sé á að opna dyrn­ar á ný í upp­hafi maí­mánaðar. „Við erum að passa upp á Kaffi­vagn­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir,“ seg­ir Axel.

Heimild: Mbl.is