Home Fréttir Í fréttum Öllum tilboðum í jarðefnatippur hafnað á Akranesi

Öllum tilboðum í jarðefnatippur hafnað á Akranesi

132
0
Mynd: Skagafrettir.is

Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkefnið jarðefnatippur – þjónusta.

Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun sem var rétt rúmlega 32 milljónir kr.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Þróttur ehf. 41.900.000 kr.
  • Keilir ehf. 38.900.000 kr.
  • Gísli Jónsson ehf. 43.244.000 kr.

Skipulags- og umhverfisráð ákvað á fundi sínum að hafna öllum tilboðum þar sem hagstæðasta tilboðið var 20,4% yfir kostnaðaráætlun verksins.

Heimild: Skagafrettir.is