Home Fréttir Í fréttum Stórfelld þétting Breiðholtsbyggðar

Stórfelld þétting Breiðholtsbyggðar

43
0
Til stendur að byggja 17 hundruð íbúðir á ýmsum lóðum og svæðum í Breiðholti mbl.is/Sigurður Bogi

Til stend­ur að byggja 17 hundruð íbúðir á ýms­um lóðum og svæðum í Breiðholti. Sem dæmi má nefna 100 íbúðir við tjörn­ina í Selja­hverfi, 50 íbúðir á fót­bolta­velli í Hóla­hverfi og sjö íbúðir fyr­ir Fé­lags­bú­staði norðan Stekkj­ar­bakka við Elliðaár­dal­inn.

Helgi Áss Grét­ars­son vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að umræða fari fram um skipu­lags­mál áður en það verði of seint. Eft­ir stór­slys vinstri­meiri­hlut­ans í Reykja­vík hafi orðið mik­il vakn­ing meðal íbúa og þeir séu ugg­andi um hvað komi næst. Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag verður umræða um þétt­ingu byggðar að ósk sjálf­stæðismanna.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Heimild: Mbl.is