Til stendur að byggja 17 hundruð íbúðir á ýmsum lóðum og svæðum í Breiðholti. Sem dæmi má nefna 100 íbúðir við tjörnina í Seljahverfi, 50 íbúðir á fótboltavelli í Hólahverfi og sjö íbúðir fyrir Félagsbústaði norðan Stekkjarbakka við Elliðaárdalinn.
Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að umræða fari fram um skipulagsmál áður en það verði of seint. Eftir stórslys vinstrimeirihlutans í Reykjavík hafi orðið mikil vakning meðal íbúa og þeir séu uggandi um hvað komi næst. Á borgarstjórnarfundi í dag verður umræða um þéttingu byggðar að ósk sjálfstæðismanna.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.
Heimild: Mbl.is