Home Fréttir Í fréttum Tvö galið stór verkefni

Tvö galið stór verkefni

138
0
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans Ljósmynd/Aðsend

Á ráðstefnu Lands­bank­ans og Sam­taka iðnaðar­ins um sam­vinnu­verk­efni nú í mars sagði Teit­ur Samu­el­sen, for­stjóri Aust­ur­eyj­ar- og Sand­eyj­ar­gang­anna í Fær­eyj­um, að ganga­gerðin hefði eig­in­lega verið „galið stórt“ verk­efni.

Fjár­fest­ing á hvern íbúa í eyj­un­um nam 7.100 evr­um sem sam­svar­ar því að Íslend­ing­ar myndu ráðast í fram­kvæmd­ir upp á 400 millj­arða ís­lenskra króna. Í sam­an­tekt SI um þörf fyr­ir innviðafjár­fest­ing­ar kem­ur fram að sem stend­ur þurfi 680 millj­arða króna í fjár­fest­ing­ar til að mæta viðhalds- og end­ur­nýj­un­arþörf innviða. Eða um það bil tvö galið stór verk­efni.

Sama dag og ráðstefn­an var hald­in fór fram umræða í fær­eyska lögþing­inu um und­ir­bún­ing að nýj­um göng­um, Suður­eyj­ar­göng­un­um, en rætt hef­ur verið að fjár­magna þau með sama hætti og fyrri göng, þ.e.a.s. með sam­vinnu einkaaðila og hins op­in­bera. Það var því mik­ill feng­ur að fá Teit til að fjalla um hvernig Fær­ey­ing­um tókst að ljúka þess­um risa­verk­efn­um þannig að stjórn­völd, al­menn­ing­ur, fjár­fest­ar og verk­tak­ar færu öll sátt frá borði.

Marg­ir áhuga­verðir punkt­ar komu fram í er­indi Teits. Einn af þeim var að það er nauðsyn­legt að skil­greina vel hlut­verk rík­is­ins í verk­efn­inu en jafn­framt að aðskilja verk­efnið frá rík­inu. Í ganga­verk­efn­inu var eig­in­fjár­fram­lag fær­eyska lands­sjóðsins til­tölu­lega lágt en til að bæta upp lægra hlut­fall ábyrgðist lands­sjóður­inn lág­marks­um­ferð í gegn­um göng­in.

Þetta gerði það að verk­um að hægt var að fá er­lenda lang­tíma­fjár­festa í verkið enda var með þessu verið að ábyrgj­ast lág­marks­tekj­ur af göng­un­um. Metli­fe, sem er einn af mörg­um sjóðum sem sér­hæfa sig í innviðafjár­fest­ing­um, var kjöl­festu­fjár­fest­ir í ganga­gerðinni, og í pall­borðsum­ræðum okk­ar Teits og Kashif Kahn frá Metli­fe kom fram að verk­efni af þess­um toga falli vel að fjár­fest­ing­ar­stefnu margra lang­tíma­fjár­festa. Afar mik­il­vægt væri að ná vel utan um stærstu áhættuþætt­ina. Í til­viki Íslands væri það vaxta­áhætta auk gjald­miðlaáhættu, fyr­ir utan aug­ljósa fram­kvæmda­áhættu.

Teit­ur nefndi aðra þætti sem voru mik­il­væg­ur liður í því hversu vel gekk. Hann taldi t.d. lyk­il­atriði að það hefði verið unnið út frá norsku leiðinni í ganga­gerð, sem þýðir m.a. að ekki þarf að fara eft­ir eins ít­ar­leg­um kröf­um og al­mennt í útboðum inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Lær­dóm­ur ráðstefn­unn­ar er að það þarf að vanda vel til verka. Hér eru fimm atriði sem tengj­ast fjár­mögn­un:

Fjár­málaráðgjafi þarf að halda utan um allt verk­efnið frá upp­hafi til enda og hef­ur það hlut­verk m.a. að sjá til þess að verk­efnið falli vel að kröf­um sér­hæfðra innviðasjóða.

Huga þarf vel að aðkomu op­in­bers fjár­magns. Ef al­menn­ing­ur, bæði fólk og fyr­ir­tæki, er til­bú­inn að greiða meira fyr­ir af­not vegna þæg­inda eða hagræðis get­ur ábyrgð op­in­berra aðila verið tak­markaðri. Ein­hvers kon­ar ábyrgð þarf samt að vera fyr­ir hendi til að tryggja tekj­ur.

Mögu­lega þarf að stilla ann­ars veg­ar upp fram­kvæmda­fjár­mögn­un og hins veg­ar lang­tíma­fjár­mögn­un. Jafn­framt er mik­il­vægt að samið sé um fjár­mögn­un út líf­tíma til að búa ekki til óþarfa áhættu og kostnað eft­ir að fram­kvæmd lýk­ur.

Mik­il­vægt er að fá sér­hæfða fjár­festa í verkið, bæði inn­lenda og er­lenda.

Draga þarf lær­dóm af Hval­fjarðargöng­un­um, m.a. um að til sé góð áætl­un um hvað á að gera eft­ir að kostnaður hef­ur verið greidd­ur upp. Í bók­inni Und­ir keld­una, sem fjall­ar um gerð gang­anna, kem­ur mjög skýrt fram að betra hefði verið að halda áfram hóf­legri gjald­töku til að fjár­magna bæði viðhald og frek­ari fjár­fest­ingu.

Það er ánægju­legt að í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem var kynnt sl. mánu­dag er fjallað sér­stak­lega um nýj­ar leiðir til að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um. Þar seg­ir m.a. að til greina komi að framtíðar­tekju­streymi af sam­göngu­mann­virkj­um verði veðsett til að fjár­magna arðsam­ar ný­fram­kvæmd­ir og upp­færslu á eldri innviðum. Nauðsyn­legt sé að meta hvort bjóða eigi blandaða fjár­mögn­un­ar­leið með gjöld­um frá rík­inu sem miðast við til­tekna lág­marks­um­ferð – en það er ein­mitt sú leið sem Fær­ey­ing­ar hafa valið og sem heppnaðist svo vel.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

Heimild: Mbl.is