Home Fréttir Í fréttum 1.100 íbúðir eru á skipulagi

1.100 íbúðir eru á skipulagi

49
0
Hér sést yfir Hnjúkamóa þar sem verið er að reisa fjölbýlishús. Ögn fjær er gatan Klettamói. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Þor­láks­höfn eru alls 230 íbúðir af ýms­um stærðum og gerðum í smíðum um þess­ar mund­ir. Í bæn­um er áber­andi bygg­ing nokk­urra fjöl­býl­is­húsa við Hnjúka­móa, en sú gata er á vinstri hönd þegar ekið er inn í bæ­inn.

Að fram­kvæmd­um þar standa bygg­inga­fé­lög­in Stofnhús og Arn­ar­hvoll, en hið síðar­nefnda hef­ur einnig með hönd­um upp­bygg­ingu í hinum nýja miðbæ í Þor­láks­höfn.

Nýtt upp­bygg­ing­ar­svæði í Þor­láks­höfn er vest­ast í bæn­um, en þar eru lóðir fyr­ir par-, rað- og ein­býl­is­hús. Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við bygg­ingu fjölda húsa þar.

Á þess­um slóðum við Báru­götu er svo í bygg­ingu leik­skóli fyr­ir 80 börn, sem áformað er að opna í haust.

Elliði Vign­is­son sveit­ar­stjóri

Íbúðir fyr­ir 35% fjölg­un bæj­ar­búa

„Þær 230 íbúðir sem nú eru í bygg­ingu hér í Þor­láks­höfn ættu að taka alls um 700 íbúa. Miðað við að Þor­láks­hafn­ar­bú­ar eru í dag um 2.000 verða um­rædd­ar íbúðir fyr­ir 35% fjölg­un bæj­ar­búa,“ seg­ir Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri Ölfuss.

Í Þor­láks­höfn er fyr­ir­liggj­andi skipu­lag fyr­ir alls um 1.100 íbúðir. Fram­kvæmd­ir við sum­ar þess­ar eign­ir eru hafn­ar en í öðrum til­vik­um er verið að leggja göt­ur eða mál enn á und­ir­bún­ings­stigi.

Nán­ari um­fjöll­un má nálg­ast í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is