Vinna verktaka við uppsteypu á rannsóknahúsi hefur gengið vel upp á síðkastið enda hefur viðrað vel til útivinnu.
„Nú er unnið að því að stilla upp mótum fyrir veggi og súlur þriðju hæðar norðanmegin og vinna við plötu þriðju hæðar norðvestan megin er nú í ferli. Samhliða er verktaki að vinna við tjörgun og einangrun veggja ásamt því sem unnið er við fyllingar.
Rannsóknarhúsið er nú orðið sýnilegt frá Hringbrautinni milli bílastæða – og tæknihússins og Læknagarðs þegar súlur þess og plötur rísa upp. Þegar líða fer á vorið má búast við því að þakplata hússins verði steypt en steypuvinna hefur gengið mjög vel á efri hæðum,”segir Jóhann G. Gunnarsson, staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is