Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði endurnýjunar götu, gangstétta og allra veitulagna í Lágholti.
Helstu verkþættir eru:
Um er að ræða endurnýjun götukassa ásamt öllum veitulögnum í Lágholti, Mosfellsbæ. Ljúka skal uppbyggingu götu og leggja í þær vatns-, fráveitu-, hitaveitu, rafmagns og fjarskiptalagnir ásamt því að tengja við núverandi veitukerfi. Ganga skal frá yfirborði götu og götulýsingu.
Helstu magntölur:
- Gröftur 6.500 m3
- Fylling 6.500 m3
- Holræsi 550 m
- Vatnsveitulagnir 520 m
- Hitaveitulagnir 640 m
- Ídráttarrör 30 m
- Uppsetning ljósastólpa 6 stk
- Malbik 2300 m2
- Jarðstrengir 200 m
Verkinu skal vera lokið 16. október 2025.
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 11:00 föstudaginn 14. mars 2025.
Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mos@mos.is eigi síðar en kl. 11:00 fimmtudaginn 3. apríl 2025. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 3. apríl kl. 11:30 á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð. Fundargerð verður send bjóðendum eftir opnun.