Home Fréttir Í fréttum Ófullnægjandi götulýsing

Ófullnægjandi götulýsing

21
0
Reykjanesbraut er illa farin og lýsing talin óviðunandi. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Kr. Guðmunds­son um­ferðarör­ygg­is­sér­fræðing­ur seg­ir að tak­mörkuð götu­lýs­ing og sterk vinnu­lýs­ing geti blindað öku­menn á fram­kvæmda­svæðinu milli Hvassa­hrauns og Hafn­ar­fjarðar þar sem unnið er að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar

„Þetta er allt sam­an grút­skít­ugt og þegar slysið varð þarna í haust voru ekki stein­ar á milli ak­reina.“

Þar vís­ar Ólaf­ur í al­var­legt bíl­slys sem varð á veg­in­um í októ­ber. Hann lýs­ir at­b­urðinum þannig að starfsmaður ál­vers­ins hafi verið á leið til vinnu og blind­ast af vinnu­lýs­ingu með þeim af­leiðing­um að öku­tæki skullu sam­an.

„Ung kona, ann­ar öku­mann­anna, er lömuð upp að hálsi eft­ir slysið. Ástæðan er ann­ars veg­ar tak­mörkuð götu­lýs­ing og svo blind­andi vinnu­lýs­ing á móti, en mjög slæmt skyggni var þegar slysið varð – myrk­ur og rign­ing.

Eft­ir slysið voru sett­ir upp stein­ar milli ak­reina en vinnu­lýs­ing­in er enn óbreytt. Í lög­reglu­skýrslu um slysið var ekk­ert minnst á áhrif vinnu­ljóss­ins og áhrif þess hafa ekki verið rann­sökuð.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.+

Heimild: Mbl.is