Home Fréttir Í fréttum Kirkjutröppunum á Akureyri lokað aftur

Kirkjutröppunum á Akureyri lokað aftur

26
0
Neðri hluta kirkjutrappanna á Akureyri hefur verið lokað að nýju vegna framkvæmda. RÚV – Ágúst Ólafsson

Tröppum Akureyrarkirkju hefur verið lokað að nýju vegna framkvæmda. Þær voru opnaðar almenningi við hátíðlega athöfn skömmu fyrir jól. Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs bæjarins segir framkvæmdirnar ekki hafa verið mögulegar fyrr en nú.

Nýjar tröppur Akureyrarkirkju voru vígðar með glæsibrag tveimur dögum fyrir jól eftir að hafa verið lokaðar í eitt og hálft ár. Þeim hefur hins vegar lokað aftur, það er að segja neðri hluta þeirra, vegna framkvæmda við neðstu þrepin.

Akureyri.net greindi frá því í lok janúar að klakabúnt hefði safnast neðst í tröppum Akureyrarkirkju. Snjórinn í tröppunum vakti sérstaka athygli þar sem hluti af framkvæmdunum var að koma snjóbræðslukerfi þar fyrir.

Framkvæmdirnar eru á vegum Akureyrarbæjar þó að neðsti pallurinn tilheyri í raun Hótel KEA.
RÚV – Ágúst Ólafsson

Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, segir framkvæmdir við neðsta pallinn ekki hafa verið mögulegar fyrr þar sem aðstæður hafi ekki boðið upp á slíkt. Framkvæmdir við efri hluta trappanna hafi krafist þeim mun meira vinnurýmis en þeim sé nú lokið og því hægt að klára að koma snjóðbræðslu fyrir við neðsta pallinn.

Hvers vegna var þessari framkvæmd ekki lokið áður en tröppurnar voru opnaðar að nýju?

„Okkur langaði að geta opnað þær þarna um jólin.“

Heimild: Ruv.is