Home Fréttir Í fréttum 15 milljarða uppbygging við Skeifuna

15 milljarða uppbygging við Skeifuna

53
0
Skrifstofuturninn á Grensásvegi 1 er gegnt verslunarkjarnanum Glæsibæ. mbl.is/Karítas

Jón Þór Hjalta­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Miðjunn­ar, seg­ir mörg fyr­ir­tæki sýna nýj­um skrif­stofut­urni á Grens­ás­vegi 1 áhuga. Þótt form­leg kynn­ing á turn­in­um sé ekki haf­in sé búið að leigja tvær efstu hæðirn­ar af sjö en þær af­hend­ast full­bún­ar.

Á Grens­ás­vegi 1 eru jafn­framt átta at­vinnu­rými á jarðhæð aðliggj­andi fjöl­býl­is­húsa og seg­ir Jón Þór búið að leigja út tvö þeirra. Þau eru ætluð und­ir versl­an­ir og þjón­ustu.

Alls eru þetta um 4.000 fer­metr­ar af at­vinnu­hús­næði. Turn­inn er um 2.900 fer­metr­ar og at­vinnu­rým­in á jarðhæð Grenás­veg­ar 1A, B og C um 1.100 fer­metr­ar.

Jón Þór Hjalta­son í inn­g­arðinum milli fjöl­býl­is­hús­anna á Grens­ás­vegi 1 í Reykja­vík. mbl.is/​Karítas

Hafa fengið fyr­ir­spurn­ir
„Við höf­um fengið fyr­ir­spurn­ir og höf­um verið að sýna skrif­stofut­urn­inn án þess að hafa aug­lýst neitt. Menn hafa haft sam­band en við erum með öfl­uga heimasíðu, g1.is, sem var unn­in af ONNO og hef­ur reynst okk­ur feiki­lega vel,“ seg­ir Jón Þór.

Spurður hvort áhug­inn skýrist af tak­mörkuðu fram­boði af skrif­stofu­hús­næði í þess­um gæðaflokki, seg­ir Jón Þór alltaf þörf fyr­ir nýtt skrif­stofu­hús­næði, nán­ast sama hvað á gangi í þjóðfé­lag­inu. Það sé alltaf þörf fyr­ir að breyta til og koma með eitt­hvað nýtt.

Fast­eigna­fé­lagið G1 fer með upp­bygg­ing­una á Grens­ás­vegi en það er í eigu Miðjunn­ar, fé­lags í eigu Jóns Þórs og eig­in­konu hans, Ragn­hild­ar Guðjóns­dótt­ur.

Hér má sjá hluta at­vinnu­rýmanna sem eru á jarðhæð hluta hús­anna. mbl.is/​Karítas

Fast­eigna­fé­lagið G1 keypti bygg­ing­ar­lóðina af verk­fræðistof­unni Mann­viti. Sam­hliða þeim viðskipt­um samdi Mann­vit, sem nú heit­ir COWI, við Miðjuna um leigu á Urðar­hvarfi 6.

Upp­bygg­ing­in á Grens­ás­vegi 1 hófst 2020 með niðurrifi enda þurftu eldri hús að víkja. Meðal ann­ars var hús Kvik­mynda­skóla Íslands rifið en tveggja hæða bygg­ing Veitna stend­ur enn syðst á lóðinni.

Alls 181 íbúð
Fjög­ur fjöl­býl­is­hús voru byggð á lóðinni með alls 181 íbúð. Skrif­stofut­urn­inn gegnt Glæsi­bæ er hluti af stærsta fjöl­býl­is­hús­inu sem er skeifu­laga, með vís­an til Skeif­unn­ar. At­vinnu­rým­in á jarðhæð snúa hins veg­ar til suðurs og vest­urs að Ármúla og Grens­ás­vegi.

Milli hús­anna er inn­g­arður með góðri birtu á dag­inn. Mikið út­sýni er frá mörg­um íbúðanna og seg­ir Jón Þór mikið lagt í all­an frá­gang. Íbúðirn­ar af­hend­ist full­bún­ar með eld­hús­tækj­um og gól­f­efn­um. Heild­ar­kostnaður við verk­efnið sé 14-15 millj­arðar. Það eigi sinn þátt í háum fram­kvæmda­kostnaði að vext­ir séu háir og sömu­leiðis þær álög­ur sem borg­in legg­ur á slíka upp­bygg­ingu með innviðagjöld­um og gatna­gerðar­gjöld­um.

Horft inn í inn­g­arðinn á Grens­ás­vegi 1 klukk­an að ganga fjög­ur föstu­dag­inn 28. fe­brú­ar. mbl.is/​Bald­ur

Fyrsti áfang­inn seld­ist hratt
Upp­bygg­ing­in hófst sem áður seg­ir árið 2020 og kom fyrsta húsið, Grens­ás­veg­ur 1D og 1E, í sölu haustið 2021. Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu 16. nóv­em­ber 2021 að 43 íbúðir af 50 hefðu selst síðan íbúðirn­ar fóru í sölu föstu­dag­inn 5. nóv­em­ber sama ár. Má þess geta að meg­in­vext­ir Seðlabank­ans voru þá 1,5%, eft­ir sögu­leg­ar vaxta­lækk­an­ir í far­sótt­inni, og var víða handa­gang­ur í öskj­unni á fast­eigna­markaði.

Vorið 2023 sagði Morg­un­blaðið svo frá því að Fast­eigna­fé­lagið G1 hefði beðið með að markaðssetja 41 nýja íbúð við Grens­ás­veg þar til hag­stæðari aðstæður hefðu skap­ast. Rúmu ári síðar, eða hinn 20. júní 2024, var búið að selja 85 af 91 íbúð sem komið höfðu á markað.

Síðan hafa fleiri íbúðir komið í sölu og seg­ir Jón Þór nú búið að selja 120 íbúðir af 167. Þá komi 14 íbúðir til viðbót­ar í sölu í kring­um pásk­ana á Grens­ás­vegi 1C, suðaust­ast á lóðinni.

Hannað af Archus
COWI (áður Mann­vit) fer með bygg­ing­ar­stjórn. Gunn­ar Páll Krist­ins­son hjá Rýma arkitektum og Archus arki­tekt­ar hönnuðu bygg­ing­arn­ar og er Guðmund­ur Gunn­laugs­son hjá Archus arki­tekt­um aðal­arki­tekt og aðal­hönnuður verk­efn­is­ins.

„Þótt Miðjan sé eig­andi Fast­eigna­fé­lags­ins G1 er síðar­nefnda fé­lagið skráð fyr­ir þess­ari lóð og er bygg­ing­araðili. Síðan bjóðum við út verkþætti. Til dæm­is sá Meist­ara­smíð um alla upp­steypu fyr­ir okk­ur en það fyr­ir­tæki er nú að steypa upp Orkureit­inn hér við hliðina.

Síðan erum við í raun alltaf með sömu meist­ar­ana í öll­um verk­um – pípu­lagn­inga­menn, raf­virkja, blikksmiði, tré­smiði og múr­ara – menn sem hafa sum­ir hverj­ir unnið með okk­ur síðan árið 1987,“ seg­ir Jón Þór og upp­lýs­ir að upp­bygg­ing­in á Grens­ás­vegi 1 verði síðasta stór­verk­efnið sem hann tek­ur að sér.

Ein af hæðunum sem á eft­ir að inn­rétta í skrif­stofut­urn­in­um á Grens­ás­vegi 1. mbl.is/​Bald­ur

Inn­rétta hæðirn­ar
Hvaða áhrif hafa vaxta­hækk­an­ir haft á markaðinn?

„Vaxtaum­hverfið er að skemma fyr­ir íbúðasölu og at­vinnu­rekstri. Fyr­ir­tæki halda að sér hönd­um og draga það sum að fara í nýtt hús­næði því að fjár­magnið er mjög dýrt.

Skrif­stofut­urn­inn á Grens­ás­vegi 1 er hins veg­ar svo glæsi­legt hús og á svo góðum stað að ég hef eng­ar áhyggj­ur af því að hús­næðið fari ekki í út­leigu á skömm­um tíma. Það þarf að hafa fyr­ir þessu en við inn­rétt­um all­ar hæðirn­ar í skrif­stofut­urn­in­um og skil­um þeim full­bún­um með tækj­um og tól­um, að vísu ekki með hús­gögn­um, þannig að leigj­end­ur fá þær full­bún­ar. Arki­tekt­inn okk­ar teikn­ar rým­in og vel­ur efni í sam­ráði við leigu­taka og svo fram­kvæmi ég þetta eft­ir þeirra þörf­um,“ seg­ir Jón Þór en ein af hæðunum sjö í skrif­stofut­urn­in­um er sýnd á mynd hér fyr­ir ofan.

Vanda valið
Hvað með rým­in und­ir versl­un og þjón­ustu á jarðhæð? Hvaða starf­semi má vera þar?

„Mér vit­an­lega eru ekki nein­ar kvaðir á því en það eru íbúðir í hús­un­um og það þarf að taka til­lit til þess. Þess vegna hef ég ekki viljað selja þessi rými held­ur hef ég viljað stýra því sjálf­ur hvaða starf­semi er að fara þar inn til að íbú­arn­ir fái góða ná­granna. Við erum að reyna að finna réttu aðilana inn, þannig að starf­sem­in henti hús­næðinu, það er mottóið.“

Þú hef­ur ára­tugareynslu af fast­eigna­markaðnum. Bú­ist er við að Seðlabank­inn lækki vexti 19. mars og haldi svo áfram að lækka vexti. Hvernig lestu í vænt­ing­ar á markaðnum? Hvernig er stemn­ing­in?

„Maður myndi vilja sjá vext­ina lækka í 6-6,5 % fyr­ir lok árs, að því gefnu að það verði ekki stór áföll í efna­hags­mál­un­um, en nú er hækk­andi sól og maður von­ar að efna­hags­ástandið fylgi því,“ seg­ir Jón Þór.

Fékk fleiri stæði
Und­ir hús­un­um er kjall­ari með 183 bíla­stæðum og 300 fer­metra hjóla­geymsla. Leigja þarf bíla­stæði í kjall­ara en þau eru sam­nýtt með starfs­fólki og gest­um at­vinnu­hús­næðis­ins.

Jón Þór viður­kenn­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af bíla­stæðamál­un­um í upp­hafi en hafi þær ekki leng­ur.

Íbúðirn­ar á Grens­ás­vegi 1 eru nú af­hent­ar full­bún­ar. mbl.is/​Karítas

„Sam­kvæmt skipu­lagi hjá borg­inni áttu að vera 0,6 stæði á íbúð. Mér leist ekki á það. Hér áttu aðeins að vera 120 bíla­stæði í byrj­un, þótt skrif­stofut­urn­inn væri meðtal­inn, en á ein­hverj­um mánuðum náði ég því upp í 180 stæði sem ég held að hafi verið al­veg hár­rétt. Reynsl­an af fyrstu 100 íbúðunum sem er búið að flytja inn í er að það er ein­mitt búið að selja passa fyr­ir 60 bíla­stæði. Þannig að ná­kvæm­lega 0,6 stæði hafa verið leigð á hverja íbúð og var upp­haf­lega áætl­un­in hjá borg­inni því rétt.

Það má sjá fyr­ir sér að 100 stæði verði leigð fyr­ir íbúðirn­ar og 80 fyr­ir skrif­stofut­urn­inn sem er sjö hæðir. Svo verður sam­nýt­ing. Það má gera ráð fyr­ir að þegar íbú­ar fara úr húsi á morgn­ana sé fólkið í skrif­stofut­urn­in­um að mæta til vinnu. Þannig að sam­nýt­ing­in verður góð. Ég sé ekki fyr­ir mér að það muni vanta stæði,“ seg­ir Jón Þór að lok­um.

Heimild: Mbl.is