Í byrjun mars standa framkvæmdir við hús Heilbrigðisvísindasviðs HÍ þannig að verktaki hefur verið að vinna við að hreinsa klöpp, steypa þrifalög og við uppslátt á undirstöðum ásamt kjallaraveggjum og verður áfram unnið við það næstu vikur.

Fyllingarvinna í grunn er hafin ásamt lagnavinna undir botnplötu.
„Á næstu vikum verður farið í að opna létta veggi á norðurhlið Læknagarðs til að hægt sé að tengjast botnplötu hússins, einnig er fyrirhugað að hefja vinnu vegna tengigangs á milli meðferðarkjarna og húsi Heilbrigðisvísindasviðs. Færa á járnaplan sem staðsett er í dag á norðausturhorni byggingarreits til suðurs þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir þar,“ segir Jóhann Gunnar Ragnarsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is