Home Fréttir Í fréttum Stefna Akureyrarbæ vegna gömlu leigubílastöðvarinnar

Stefna Akureyrarbæ vegna gömlu leigubílastöðvarinnar

38
0
Sjáskot af Ruv.is

Leigubílstjórar á Akureyri mættu Akureyrarbæ fyrir dómi í dag í áralangri deilu um 70 ára gamalt hús í miðbænum. Bílstjórarnir segja ekki ósennilegt að einhverjir hlekki sig við húsið verði það látið víkja fyrir nýbyggingum.

<>

Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri hefur höfðað mál gegn Akureyrarbæ sem hefur gert henni að flytja starfsemi sína til að rýma fyrir nýju deiliskipulagi. Leigubílstjórarnir hafa alls ekki hug á að yfirgefa nærri 70 ára gamalt hús sitt í miðbænum.

Leigubílastöð BSO á horni Glerárgötu og Strandgötu.
Mynd: RÚV – Björgvin Kolbeinsson

Það var 2021 sem leigubílstjórunum á BSO var gert ljóst að þeir yrðu að hafa sig á brott af reitnum í miðbænum. Þar ættu að rísa nýbyggingar og þegar útboð yrði samþykkt fengju þeir sex mánuði til að finna sér nýtt hús. Þeir eru þó enn á sama stað þar sem ekki hefur verið samið við neinn um að byggja þar.

Áform um niðurrif hafa vægast sagt lagst illa í velunnara BSO sem segja að húsið sé hluti af sögu miðbæjarins.

Heimild: Ruv.is