Home Fréttir Í fréttum Fyrstu farþegar um nýjan brottfararsal í Keflavík

Fyrstu farþegar um nýjan brottfararsal í Keflavík

15
0
Starfsfólk Isavia var enn í óða önn að leggja lokahönd á ásýnd og aðstöðu í brottfararsalnum nýja þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is voru á svæðinu. mbl.is/Karítas

Fyrstu farþeg­arn­ir gengu um nýj­an brott­far­ar­sal Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í gær. Sal­ur­inn er í austurálmu flug­stöðvar­inn­ar en fram­kvæmd­ir við hana hóf­ust árið 2021. Álman tel­ur alls um 25 þúsund fer­metra og er ríf­lega 30% stækk­un á flug­stöðinni eins og hún hef­ur verið á und­an­förn­um árum. Þrír nýir veit­ingastaðir hafa þegar opnað í ný­bygg­ing­unni. Er breyt­ing­in bæði farþegum og starfs­fólki til auk­inna þæg­inda.

<>

Fram­kvæmd­in kost­ar tæpa 30 millj­arða króna og er á áætl­un, bæði hvað varðar tíma og kostnað. Sex ný brott­far­ar­hlið í austurálmu bæt­ast nú við þau 18 sem fyr­ir eru en þar af eru fjög­ur brott­far­ar­hlið með land­gangi alla leið út í flug­vél.

Framtíðar landa­mæri

Brott­far­ar­sal­ur­inn er í raun ann­ar áfangi austurálmu en á ár­inu 2023 var jarðhæðin tek­in í notk­un, sem hýs­ir nýj­an tösku­sal með nýj­um tösku­belt­um, Þá var einnig nýtt far­ang­ur­s­kerfi í kjall­ara bygg­ing­ar­inn­ar tekið í notk­un til hægðar­auka fyr­ir starfs­fólk vall­ar­ins.

Raun­próf­un var gerð á starf­semi í brott­far­ar­saln­um í dag þegar hluti farþega fór þar í gegn og um rútu­stæði. Þá verða ný flug­véla­stæði opnuð næstu þrjá miðviku­daga þannig að fyrstu farþegar ganga um nýj­an land­gang í næstu viku. Áætlað er að opna brott­far­ar­sal­inn form­lega í mars.

Mat­höll­in nýja er um það bil á því svæði þar sem gamli Loks­ins-bar var. Sjá má hvar gamla flug­stöðin mæt­ir viðbygg­ing­unni á lit flís­anna. mbl.is/​Karítas

Versl­an­ir og veit­ingastaðir hafa fengið upp­færslu í flug­stöðvar­bygg­ing­unni á und­an­gengn­um 24 mánuðum. Nýja austurálm­an teng­ist ein­mitt við gömlu bygg­ing­una þar sem gamli Loks­ins-bar var en þar er kom­in ný Mat­höll með þrem­ur nýj­um veit­inga­stöðum.

La Tratt­oria er ít­alsk­ur veit­ingastaður og vín­b­ar, sem einnig er í Hafn­ar­torg Gallery. Zocalo er mexí­kósk­ur veit­ingastaður í eigu Íslend­inga og ham­borg­arastaðinn Yuzu ættu flest­ir að vera farn­ir að þekkja en hann er á fimm stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu og í Hvera­gerði.

Þá hef­ur verið opnaður veit­ingastaður sem fólk get­ur sótt vilji það grípa með sér eitt­hvað fljót­legt, svo­kallaður „grab and go-staður“.

Á þriðju hæð austurálmu verða framtíðar landa­mær­in frá Íslandi og er hún til­bú­in und­ir inn­rétt­ing­ar. Fjórða hæðin mun þá hýsa skrif­stof­ur og aðstöðu starfs­fólks. Sam­hliða fram­kvæmd­um við austurálmu hafa verið gerðar breyt­ing­ar á flug­hlaði sem meðal ann­ars fela í sér upp­bygg­ingu nýs eldsneytis­kerf­is þannig að ekki þurfi leng­ur að fylla á vél­arn­ar með tankbíl­um.

Verðmæti flug­stöðvar nálg­ast 300 millj­arða

Fram­kvæmd­ir við austurálm­una hóf­ust á ár­inu 2021 og þegar allt er talið; austurálm­an, flug­véla­stæðin og land­gang­arn­ir er kostnaður við fram­kvæmd­ir 29,5 millj­arðar króna.

Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli, seg­ir vel hafa gengið á fram­kvæmda­tím­an­um og fram­kvæmd­in sé á áætl­un eða inn­an vik­marka, bæði þegar kem­ur að tíma og kostnaði.

Bygg­ing­in er í heild sinni 25 þúsund fer­metr­ar sem Guðmund­ur Daði seg­ir vera 30% stækk­un á þeim 80 þúsund fer­metr­um sem fyr­ir voru. Til sam­an­b­urður er grunn­flöt­ur Hörp­unn­ar um 30 þúsund fer­metr­ar.

Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli, seg­ir nýj­an rúm­góðan brott­far­ar­sal bæta aðstöðu fyr­ir farþega mikið. Þá seg­ir hann skipta miklu að fá fleiri land­ganga beint út í vél. mbl.is/​Karítas

Styrk­ir völl­inn sem tengistöð

Austurálma rís 31 metra frá jörðu en til sam­an­b­urðar eru turn­ar Ak­ur­eyr­ar­kirkju 26 metra frá jörðu. Bygg­ing­in er 66 metra breið, sem er um það bil breidd fót­bolta­vall­ar í fullri stærð og er lengd henn­ar 124,5 metr­ar, nokkuð lengra en þrír hand­bolta­vell­ir í fullri stærð.

Spurður um svo­kallað end­ur­stofn­verð Kefla­vík­ur­flug­vall­ar seg­ir Guðmund­ur það ekki hafa verið reiknað út en miðað við hvað fram­kvæmd­irn­ar nú hafa kostað megi gera ráð fyr­ir að það nálg­ist 300 millj­arða króna.

Guðmund­ur seg­ir austurálm­una mik­il­væg­an þátt í að auka gæði flug­vall­ar­ins og styrkja hann sem tengistöð og bæti sam­keppn­is­hæfi hans. Álman ger­ir næstu áfanga í þróun Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í raun mögu­lega.

Rúm­betri tösku­sal­ur var tek­inn í notk­un 2023. mbl.is/​Karítas

Tösku­sal­ur­inn sé rúm­betri og bæti alla far­ang­urs­af­hend­ingu. Nýtt far­ang­ur­s­kerfi geri af­hend­ingu far­ang­urs einnig skil­virk­ari.

Nýr rúm­góður brott­far­ar­sal­ur bæt­ir aðstöðu fyr­ir farþega mikið að sögn Guðmund­ar. Þá seg­ir hann skipta miklu að fá fleiri land­ganga beint út í vél. Mikið ákall hafi verið um að bætt væri við slík­um land­göngu­brúm, bæði frá farþegum og flug­fé­lög­um.

„Nýja veit­inga­svæðið fjölg­ar svo auðvitað val­kost­um fyr­ir gesti flug­vall­ar­ins,“ seg­ir hann.

Þegar brott­far­ar­sal­ur­inn opn­ar mun hann að sögn Guðmund­ar Daða ein­göngu nýt­ast farþegum sem ferðast inn­an Schengen-svæðis­ins, þ.e. inn­an Evr­ópu.

„En þetta verða bæði Íslend­ing­ar og tengif­arþegar og þegar land­mær­in út úr land­inu opna á þriðju hæðinni mun um helm­ing­ur allra tengif­arþega ganga í gegn­um þessa bygg­ingu.“

Raun­próf­un var gerð á starf­semi í brott­far­ar­saln­um í gær þegar hluti farþega fór þar í gegn og um rútu­stæði. mbl.is/​Karítas

Alls um 400 þúsund fer­metr­ar í framtíðinni

Sam­kvæmt þró­un­ar­áætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar til árs­ins 2045 er verið að stefna að stækk­un flug­stöðvar­inn­ar þannig að hún verði alls um 400 þúsund fer­metr­ar. Herm­ir það sam­kvæmt Guðmundi vel við um­fang vaxt­ar starf­sem­inn­ar og því að nægt rými verði í flug­stöðinni fyr­ir farþega og starfs­fólk.

Gert er ráð fyr­ir að hefja fram­kvæmd­ir við næsta stóra áfanga stækk­un­ar­inn­ar sum­arið 2026 og bú­ast má við að meira og minna verði fram­kvæmd­ir í gangi til árs­ins 2045.

Austurálma flug­stöðvar­inn­ar í öllu sínu veldi. Sjá má hvernig hún teng­ist gömlu flug­stöðvar­bygg­ing­unni vinstra meg­in á mynd­inni. mbl.is/​Karítas

Gert er ráð fyr­ir að opna fyrri hluta nýs 500 metra langs aust­ur­land­gangs að um það bil átta árum liðnum en sam­kvæmt 10 ára áætl­un­um, sem nú er verið að upp­færa, er gert ráð fyr­ir að þá verði til­bú­in um 20-25 brott­far­ar­hlið með land­göng­um sem muni anna um 13 millj­ón­um farþega um flug­völl­inn en til sam­an­b­urðar fara um hann á ári í dag um 8,5 millj­ón­ir farþega.

Seg­ir Guðmund­ur Daði að horft sé til þess að á næstu 10-15 árum geti Isa­via tvö­faldað af­köst flug­stöðvar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Heimild: Mbl.is