Home Fréttir Í fréttum Myndir: Ótrúlegt tjón blasir við eftir eldingar

Myndir: Ótrúlegt tjón blasir við eftir eldingar

17
0
„Hann lýsti því að húsið hefði verið eins og vígahnöttur,“ segir Vigfús um bónda sem sá eldinguna. Samsett mynd

Tjón vegna eld­inga sem sló niður í íbúðar­hús hleyp­ur á mörg­um millj­ón­um. Ann­arri eld­ing­unni laust niður í þak húss­ins og hinni í jörðina við hlið þess. Mik­ill blossi lýsti upp him­in­inn og jörðin nötraði.

<>

Eld­inga­veðrið gerði í janú­ar í Mýr­dal og lék grátt bæ­inn Garðakot í Dyr­hóla­hverfi. Leiddu eld­ing­arn­ar yfir í önn­ur hús á jörðinni og næstu bæi sem biðu einnig tjón.

Vig­fús Páll Auðberts­son, ábú­andi í Garðakoti, seg­ir guðsmildi að eng­inn hafi verið heima. Hann og Eva Dögg Þor­steins­dótt­ir eig­in­kona hans voru er­lend­is.

Litlu mátti þó muna að son­ur þeirra sem er á sextánda ald­ursári hefði verið kom­inn út í fjár­hús þegar eld­ing­un­um laust niður.

„Núm­er eitt, tvö og þrjú var að það meidd­ist eng­inn,“ seg­ir Vig­fús Páll.

Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Nán­ast allt raf­kerfið ónýtt

Veðrið gekk yfir Mýr­dal­inn 23. janú­ar. Heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Garðakoti var óíbúðar­hæft næstu þrjár vik­urn­ar þar á eft­ir.

Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem hún gat flutt aft­ur inn eft­ir viðgerðir á raf­magns­kerf­inu.

„Það slær niður eld­ingu í íbúðar­húsið okk­ar, gat kom á þakið á hús­inu og í jörðina við hliðina á bíla­stæðinu fyr­ir utan húsið. Þessi eld­ing veld­ur al­veg gríðarlegu tjóni í hús­inu okk­ar. Það er nán­ast allt raf­kerfið ónýtt eða stór­skemmt. Megnið af heim­ilis­tækj­un­um er ónýtt,“ seg­ir Vig­fús Páll.

Þá sprakk raf­magns­mæl­ir út úr töfl­unni og fór í gegn­um hurð sem stóð á móti.
Raf­magns­mæl­ir þeytt­ist í gegn­um hurð sem stóð gegnt raf­magn­stöfl­unni. Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Milli­vegg­ur klofnaði

Eld­ing­in hljóp í önn­ur hús á jörðinni, þar á meðal gisti­hús.

„Í gisti­heim­il­inu brunnu lekaliðar og rof­ar í raf­magn­stöfl­unni. Milli­vegg­ur klofnaði á milli her­bergja því að inni í veggn­um var sam­skip­takap­all frá íbúðar­hús­inu yfir í gisti­húsið. Hann klofnaði og brann. Úr gisti­hús­inu hleyp­ur eld­ing­in yfir í vinnu­stofu Ey Col­lecti­on sem kon­an mín á og rek­ur. Úr gisti­hús­inu hleyp­ur eld­ing­in líka út í fjár­hús og spring­ur þar út í tengl­um. Þetta hljóp í raun í öll hús á jörðinni og olli skemmd­um.“

Full­klárað mál­verk á trön­um var í vinnu­stof­unni og mátti litlu muna að tjón hefði orðið á því.

„Front­ur­inn á varma­dæl­unni, sem er á veggn­um fyr­ir aft­an – hann þeyt­ist af varma­dæl­unni. En sem bet­ur fer þá slapp mál­verkið. Það hefði verið gríðarlegt tjón.“

Til­búið mál­verk af norður­ljós­um og Pat­reks­firði var í vinnu­stof­unni. Litlu mátti muna að það yrði fyr­ir skemmd­um. Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Stóð á tröpp­un­um

Féð sakaði ekki.

„Son­ur okk­ar sá um að fara í fjár­húsið. Hann bjó hjá ömmu sinni og afa á næsta bæ. Fyr­ir ein­hverja guðslukku þá var hann ekki far­inn.

Hann stóð á tröpp­un­um hjá þeim þegar eld­ing­unni sló niður. Það munaði bara ein­hverj­um mín­út­um, kannski einni eða tveim­ur, að hann var ekki kom­inn heim í Garðakot.“

Húsið eins og víga­hnött­ur

„Það urðu all­ir var­ir við þetta í sveit­inni. Það nötraði allt og skalf,“ seg­ir Vig­fús Páll og nefn­ir að ná­granni hans hafi séð eld­ing­una.

„Hann lýsti því að húsið hefði verið eins og víga­hnött­ur.“

Húsið er tryggt en tjónið hleyp­ur á mörg­um millj­ón­um.

„Við kynd­um öll hús með varma­dæl­um og þær brunnu all­ar. Dæl­urn­ar sjálf­ar kosta fjór­ar millj­ón­ir og þá er eft­ir vinn­an við að skipta um þetta allt sam­an og ganga frá því. Raf­magnstafl­an í hús­inu er ónýt.“

Tjónið hleyp­ur á mörg­um millj­ón­um króna. Raf­magn­stöfl­ur eyðilögðust og varma­dæl­ur. Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Kol­svart­ir og brunn­ir

Hann seg­ir víða um­merki eld­b­lossa í hús­inu en að svo virðist sem að eld­ur­inn hafi hvergi náð að loga.

„Eld­ing­in hljóp í vatns­lagn­irn­ar í hús­inu. Und­ir eld­hús­vask­in­um er skúffa fyr­ir sorp. Þessi skúffa spring­ur fram á gólf og raf­magn­steng­ill­inn fyr­ir uppþvotta­vél­ina brenn­ur og þeyt­ist út úr veggn­um. Það voru kran­ar þarna und­ir sem voru kol­svart­ir og brunn­ir. Það eru föt­ur und­ir sorpið. Fat­an sem var innst – hún var fyr­ir pappa, hún var kol­svört og brunn­in. En ein­hverra hluta vegna náði eld­ur­inn ekki að læsa sig í papp­ann.“

Eld­ur náði hvergi að læsa sig í inn­rétt­ing­una en víða eru um­merki eft­ir eld­ing­una. Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Tölv­ur, hellu­borð og bak­arofn

Eld­ing­in hljóp einnig eft­ir raf­magns­heimtaug­inni sem ligg­ur frá Garðakoti og út í götu­skáp­inn. Þar brunnu rof­ar og há­spenn­ir.

Á næstu bæj­um brunnu tölv­ur, hellu­borð og bak­ara­ofn, svo dæmi séu nefnd.

„Það er kraft­ur í nátt­úr­unni.“

Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

 

 

Ljós­mynd/​Vig­fús Páll
Ljós­mynd/​Vig­fús Páll

Heimild: Mbl.is