Á ársþingi KSÍ var haldin kynning um stöðu og framtíðaráform framkvæmda á Laugardalsvelli en verkefnastjórinn Hannes Frímann Sigurðsson hélt hana.
Þar var meðal annars kynnt tilgátumynd af stúkubyggingu sem myndi loka öllum hliðum vallarsins.

Áætlað er að byrja að reisa stúkur fyrir aftan mörkin báðu megin. Síðan verði austurstúkan (oft kölluð Sýnarstúkan) rifin og ný stúka sem tengist stúkunum fyrir aftan mörkin verði byggð.

Í framtíðinni verði svo möguleiki á að stækka völlinn með því að stækka núverandi aðalstúku.
Framkvæmdir standa yfir á Laugardalsvelli. Verið er að skipta um vallarflöt og leggja hybrid gras með undirhita. Vallarflöturinn færist nær aðalstúkunni, alls um 8 metra. Vonir standa til þess að leikflöturinn verði tilbúinn fyrir leik kvennalandsliðsins við Frakkland sem fram fer í júní.

Hér er hægt að skoða kynninguna

Heimild: Fotbolti.net