Home Fréttir Í fréttum Umdeilt mælimastur auglýst á ný

Umdeilt mælimastur auglýst á ný

36
0
Kort sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu vindorkuvers. Mælimastur vegna vindorkuversins er aftur komið í skipulagsgátt. – Kristrún Eyjólfsdóttir

Umdeilt mælimastur fyrir vindorku í Borgarfirði er komið aftur í auglýsingu í Skipulagsgátt vegna formgalla á síðustu auglýsingu. Formaður byggðarráðs Borgarbyggðar segir að heimild fyrir mælimastri sé ekki heimild fyrir vindorkuveri.

<>

Umdeilt mælimastur fyrir vindorku í Borgarfirði er komið aftur í auglýsingu í Skipulagsgátt vegna formgalla á síðustu auglýsingu, segir formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Heimild fyrir mælimastri sé ekki heimild fyrir vindorkuveri.

„Þrátt fyrir að loknum auglýsingartíma hafi sveitarstjórn staðfest skipulagið sem slíkt þá er þetta nokkuð vörðuð leið og það þarf að fylgja reglum alveg í hvívetna,“ segir Davíð Sigurðsson, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar.

Mælimastrið er í rannsóknaskyni fyrir fyrirhugað vindorkuver Hrjóna ehf. á Grjóthálsi. Tæplega þrjátíu umsagnir bárust frá almenningi. Í viðbrögðum Hrjóna kemur fram að Borgarbyggð fjalli nánar um stefnumörkun varðandi vikjunarkosti í heildarendurskoðun aðalskipulags. Davíð segir þó enga vindorkukosti til skoðunar í aðalskipulagi.

„Það var tekin ákvörðun um það að það yrði enginn vindorkukostur skoðaður sérstaklega inn á skipulag eða áætlað að setja inn á skipulag á endurskoðunartímanum.“

Hafi enga þýðingu gagnvart vindorkuveri sem slíku

Ákveðið hafi verið að enginn vindorkukostur yrði tekinn til formlegrar umræðu inn á skipulag fyrr en stefna ríkisins í vindorkumálum væri ljós.

Davíð segir engan vindorkukost í sveitarfélaginu inni í nýtingarflokk og enginn virkjanakostur sé yfirhöfuð. Mælimöstur séu heimil samkvæmt aðalskipulagi

„Þetta hefur enga þýðingu gagnvart vindorkuveri sem slíku gagnvart sveitarfélaginu eða einhverjum heimildum til uppsetningar á vindorkugarði. Þetta er eingöngu í rannsóknarskyni og má eingöngu standa í tvö ár.“

Davíð segir sveitarstjórn þurfa að fjalla um erindi sem til þeirra berist.

„Það er bara alveg afleitt, það er bara þannig og við myndum gjarna vilja vera laus við það að fjalla um þessa kosti því eins og ég kominn á þá er löggjöfin ekki klár.“

Heimild: Ruv.is